Gerðu kröfur

Um okkur

Gæðasamband fyrir heimili og fyrirtæki

Ljósleiðarinn keyrir á dreifikerfi fjarskipta frá Gagnaveitu Reykjavíkur sem er af nýrri og fullkominni gerð. Allur rekstur er í höndum sérfræðinga og mikil áhersla er lögð á öryggi og góðan rekstur. Gagnaveita Reykjavíkur byggir þjónustu sína eingöngu á hágæða ljósleiðara.

Opið net

Gagnaveita Reykjavíkur hefur kosið að bjóða viðskiptavinum sínum opið net. Það þýðir að öll fjarskiptafyrirtæki geta á einfaldan hátt tengst Ljósleiðaranum og boðið gæðasamband. Svo mikilvæg er hugmyndafræðin um opið aðgangsnet að Gagnaveita Reykjavíkur hefur sett í stefnu sína að Gagnaveita Reykjavíkur ætli að veita íslenskum heimilum aðgengi að hágæða þjónustu á opnu neti. 

Ljósleiðarinn er dreifikerfi fjarskipta frá Gagnaveitu Reykjavíkur. Hann samanstendur af ljósleiðarakerfi og IP netkerfi. Afnotin eru með mismunandi hætti eftir því hvaða hlutar kerfisins eru notaðir og hvernig. Þar sem kerfið byggir á ljósleiðaratækni er það sammerkt öllum þjónustuleiðum að gagnaflutningurinn fer um ljósleiðara. Viðskiptavinum eru veitt afnot af ljósleiðarasamböndum, ýmist óvirkjuðum með öllu eða virkjuðum í heild eða hluta.

Um Okkur

23.04.2020 - 14:40

Ísland leiðandi í ljósleiðara í Evrópu

Ísland er í fyrsta sæti í nýtingu á ljósleiðara fyrir heimili í Evrópu samkvæmt úttekt Fibre to the Home Council Europe. Samkvæmt úttektinni nýta 65,9% íslenskra heimila sér ljósleiðara. Í öðru sæti er Hvíta Rússland með 62,8% nýtingu og svo Spánn með 54,3% nýtingu.

24.03.2020 - 10:55

Saman í samkomubanni?

Það eru margir að eyða miklum tíma heima fyrir þessa dagana og líklegast heldur það áfram næstu vikurnar.

Hérna eru tuttugu og ein hugmynd að fræðslu, leikjum og fleira sem hægt er að nálgast á netinu endurgjaldslaust.

12.12.2019 - 10:28

Ljósleiðaravæðingu í þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu lokið

Ljósleiðarinn nær nú til allra heimila í þéttbýli Kópavogs, Seltjarnarness, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Reykjavík. Sveitarstjórar þeirra sex sveitarfélaga sem eru á höfuðborgarsvæðinu taka á móti staðfestingu þess efnis frá Gagnaveitu Reykjavíkur.

11.12.2019 - 10:30

Gríðarleg notkun á Ljósleiðaranum í óveðrinu

Gagnaumferð um Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur var fjórðungi meiri en venjulega í óveðrinu í gærkvöldi. Hámarki náði umferðin klukkan 21:25. Þá var straumur gagna um Ljósleiðarann 26,1% meiri en á sama tíma viku fyrr, miðvikudagskvöldið 3.

14.11.2019 - 20:38

Verðbreyting Ljósleiðarans 1. janúar 2020

Fyrsta janúar næstkomandi mun aðgangsgjald fyrir Ljósleiðarann breytast og verða 3.377 kr. m. vsk. í stað 3.299 kr. m. vk. nú, sem er hækkun um 2,36%

31.10.2019 - 10:30

Brot á reglum bitnar á neytendum

Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur hafið söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafa orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði GR og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR.

30.10.2019 - 13:00

Láttu ekki hirða af þér Ljós­leiðarann

Okkur hjá Gagnaveitu Reykjavíkur brá ónotalega þegar við fréttum af því að samkeppnisaðili væri að bjóða fólki að rífa búnaðinn okkar niður. Stundum er þetta meira að segja gert óumbeðið.

01.10.2019 - 10:00

Allt þéttbýli í Hafnarfirði komið í samband við Ljósleiðarann

Lokið er tengingu allra heimila í þéttbýli Hafnarfjarðar við Ljósleiðarann. Af þessu tilefni afhenti Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra skjöld til vottunar á þessum áfanga í uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu.

13.03.2019 - 09:08

Veraldarvefurinn þrítugur

Ísland annað hraðasta land heims

Í gærmorgun hófust hátíðarhöld á fæðingastað Veraldarvefsins í Sviss í tilefni 30 ára afmælis hans. Hér að ofan má sjá skjáskot af fyrstu vefsíðunni.

05.03.2019 - 15:42

Gagnaveita Reykjavíkur krefst bóta vegna lögbrots Símans

Gagnaveita Reykjavíkur hefur krafið Símann um tæplega 1,3 milljarða króna skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns sem fyrirtækið hefur orðið fyrir sökum brots Símans á fjölmiðlalögum. Krafan gæti hækkað þar sem talið er að brot Símans standi enn yfir.

21.12.2018 - 13:15

Þjónustutími yfir hátíðarnar 2018

Senn líður að jólum og það þýðir annar þjónustutími.
 
Þjónustuver ljósleiðarans sem annast hefðbundna svörun vegna almennra fyrirspurna og reikninga er ekki opið á aðfangadag og gamlársdag. Við erum þó við símann öll jólin og veitum tæknilega aðstoð með ljósleiðaraboxið.

17.08.2018 - 10:31

Sjónvarp Símans nú í boði um kerfi Ljósleiðarans!

Sjónvarps Símans (aðgangskerfið) og Sjónvarps Símans Premium (sjónvarpsáskriftin) eru nú í boði um kerfi Ljósleiðarans! Við bjóðum því notendur á Sjónvarpi Símans velkomna á Eitt gíg, þúsund megabita gæðasamband Ljósleiðarans.

01.08.2018 - 12:00

Vodafone nú með ofurháskerpumyndlykil

Vodafone hefur hafið dreifingu á Samsung ofurháskerpumyndlykli sem styður Ultra HD myndgæði (kallast einnig 4K). UltraHD er orðið algengasti staðallinn í nýjum sjónvarpstækjum og er fjórum sinnum hærri upplausn en áður var (fór úr 1920x1080 í 3840x2160). 

23.07.2018 - 14:50

Gagnaveita Reykjavíkur stofnfélagi í alþjóðlegum samtökum ljósleiðarafyrirtækja

Gagnaveita Reykjavíkur er meðal stofnenda nýrra alþjóðlegra samtaka ljósleiðarafyrirtækja sem vilja sjá gígabita ljósleiðara alla leið til heimila og fyrirtækja og tryggja valkosti í öflugri fjarskiptaþjónustu. Aðrir stofnendur eru CityFibre í Bretlandi, Deutsche Glasfaser í Þýskalandi, Open Fiber á Ítalíu og SIRO á Írlandi. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að reka opin ljósleiðarakerfi og vera eingöngu á heildsölumarkaði.

Stjórnendur fyrirtækjanna undirrituðu stofnsamning í Róm nú í vikunni að viðstöddum þeim Johannes Gungl, formanni BEREC, sem eru samtök eftirlitsaðila með fjarskiptamörkuðum í Evrópu, og Erzebet Fitori. Hún er formaður FTTH Council Europe, sem er evrópskur samstarfsvettvangur um ljósleiðaratengingu alla leið til heimila.

04.07.2018 - 12:00

Niðurstaða PFS neytendum mikilvæg

„Þetta er mikilvæg niðurstaða fyrir neytendur og samkeppni á fjarskiptamarkaði,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, um þá niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar að hömlur á dreifingu tímaflakks og frelsis Sjónvarps Símans feli í sér brot á lögum.

24.05.2018 - 18:10

57% velja ljósleiðara

Nýting á ljósleiðara til heimila þaut upp á síðasta ári þegar ljósleiðaratengdum heimilum fjölgaði um 14.297 eða 33,8%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) þar sem farið er yfir stöðuna á íslenska fjarskiptamarkaðinum árið 2017. Heimili sem nýta sér koparsamband fækkaði um 9.215, sem er 10,9% lækkun milli ára. Af 133.574 heimilum með netsamband eru nú 56.649 tengd ljósleiðara alla leið sem er 42,4%. Talið er að um 100.000 heimili hafi átt kost á ljósleiðara við lok ársins 2017. 

24.05.2018 - 10:28

Ljósleiðarinn til Voga

Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í þéttbýli.
Viljayfirlýsing þessa efnis var undirrituð í gær af framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur, Erling Frey Guðmundssyni og forseta bæjarstjórnar Voga, Ingþóri Guðmundssyni. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021.
Íbúar í Vogum geta sjálfir haft áhrif á í hvaða röð götur verða tengdar Ljósleiðaranum. Það gera þeir með því að lýsa yfir vilja til að tengjast Ljósleiðaranum á sérstakri síðu á vef hans, ljosleidarinn.is/vogar

09.05.2018 - 10:28

Vorboðarnir

Vorið er augljóslega komið. Lóan farin að syngja í túnum, snjókoman orðin fátíð og Ísland fallið út úr Júróvisjón. Vandvirkir verktakar á vegum Ljósleiðarans eru líka farnir að leggja rör í hús, blása í þau ljósleiðaraþráðum, festa upp tengibox á heimilum og klára svo tengingar í einni heimsókn. Í þessum pistli er farið yfir helstu framkvæmdasvæðin okkar næstu mánuðina.

05.04.2018 - 13:00

Ljósleiðarinn er á leiðinni til Reykjanesbæjar

Gagnaveita Reykjavíkur og Reykjanesbær hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu í bænum. Þeir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þessa efnis. Samkvæmt henni stefnir Gagnaveita Reykjavíkur að því að ljúka tengingu við Ljósleiðarann í hverfunum Keflavík, Njarðvík, Ásbrú og Höfnum fyrir árslok 2021.

22.03.2018 - 10:30

Ljósleiðarinn er á leiðinni í Árborg

Gagnaveita Reykjavíkur og sveitarfélagið Árborg hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu alls þéttbýlis í sveitarfélaginu. Þau Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar og Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur hafa skrifað undir viljayfirlýsingu þessa efnis. Samkvæmt henni er stefnt að því að ljúka verkefninu fyrir árslok 2021.

26.02.2018 - 10:24

Ljósleiðarinn í breyttum samgöngum

Það er allt á fleygiferð í samgöngumálum (skipulagt skop). Orkuskipti yfir í rafmagn standa yfir, Borgarlína er til umræðu, sjálfkeyrandi bílar líka og deilibílakerfi.

21.02.2018 - 09:46

Ljósleiðaramál í Kveiki á RÚV

Það var grafið djúpt í ljósleiðaramál í Kveiki á RÚV. Hér er tengill á þáttinn þar sem flókin álitamál eru útskýrð á skiljanlegan hátt.

18.01.2018 - 10:50

Útbreiðsla Ljósleiðarans aldrei örari en 2017

Heimilum tengdum Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur fjölgaði um 10.556 á árinu 2017 og hefur fjölgunin aldrei verið örari. Um 87 þúsund heimili í tólf sveitarfélögum eru nú tengd Ljósleiðaranum og svarar það til þess að tvö af hverjum þremur heimilum í landinu eru tengd.

04.01.2018 - 09:38

Hröðustu internettengingar á Íslandi

Okkur finnst gaman að sjá að öll þau fyrirtæki sem raða sér í efstu sætin yfir hröðustu heimatengingar á Íslandi samkvæmt mælingum Speedtest eru viðskiptavinir Ljósleiðarans.
Það má sjá þetta nánar á vefsíðu Speedtest 

21.12.2017 - 14:00

Gleðileg jól

Gleðileg jól frá starfsfólki Gagnaveitu Reykjavíkur

Á árinu náðum við þeim áfanga að vera búin að tengja 87.000 heimili við Ljósleiðarann

Á næsta ári stefnum við á að klára allt þéttbýli höfuðborgarsvæðisins

Það verður gleðilegt ár 
 

13.12.2017 - 15:04

Ísland númer eitt

Okkur þykir það ekkert leiðinlegt þegar við Íslendingar teljumst bestir í heimi. Það er ágreiningslaust að við erum rosalegust í heimi í fótbolta karla og kvenna, að minnsta kosti miðað við höfðatölu. Nú er orðið opinbert að í fjarskiptamálum erum við best og þar er ekki miðað við höfðatölu.

31.08.2017 - 10:27

Opið net Ljósleiðarans og samstarf í framkvæmdum

Það var framsýnt fólk sem lagði af stað í þá vegferð að ljósleiðaratengja íslensk heimili fyrir rúmlega áratug síðan. Fólk sem sá þörfina sem yrði í framtíðinni og að ef við ætluðum að vera samkeppnishæf á alþjóðavettvangi þá þyrfti að byrja fyrr en síðar. Að byggja upp innviði er fjárfesting til langtíma, það þarfnast þolinmæði og að vandað sé til verka. Til að slík uppbygging gangi sem hraðast fyrir sig þá þarf að nýta fjármagnið vel. Gagnveita Reykjavíkur hefur í gegnum árin þróað áfram vinnuaðferðir með verktökum sem hefur gert fyrirtækinu kleift að nýta fjármagnið vel. Þar skiptir hraði í framkvæmd mestu máli fyrir verktaka. Hraðinn í þessu samhengi er að geta opnað yfirborð, lagt innviði í jörðu og svo lokað yfirborðinu á sem skemmstum tíma.

31.08.2017 - 10:02

Aldrei fleiri heimili tengd Ljósleiðaranum en 2016

Um 8.000 heimili fengu tengingu við Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur árið 2016. Í lok ársins 2016 voru um 78 þúsund heimili tengd og verða í lok árs 2017 um 85.000. Á árinu 2018 mun Ljósleiðarinn ná til heimila á höfuðborgarsvæðinu öllu.

26.04.2017 - 09:15

Ein Heimsókn Ljósleiðarans

Ljósleiðarinn býður þér upp á eina heimsókn til að koma þér í samband við griðarlega gott internet.

12.04.2017 - 16:39

Nýtt í netbúnaði

Það eru komnir nokkrir mánuðir síðan við fjölluðum um netbeina sem geta meira og kominn tími á nýjustu fregnir og tíðindi af netbúnaðarmálum.

12.04.2017 - 16:19

Vilt þú koma fólki í samband við framtíðina?

Við leitum að jákvæðum, handlögnum og samskiptaliprum rafvirkjum  í ört vaxandi hóp skemmtilegra vinnufélaga sem hjálpast að við að leggja Ljósleiðarann inn í heimahús.

04.02.2017 - 18:55

Úrslit Íslandsmeistaramótsins í Overwatch 2017

Úrslit liggja fyrir eftir æsispennandi Íslandsmeistaramót í Overwatch fyrir árið 2017. 49 lið og yfir 300 leikmenn tóku þátt í mótinu og var fyrri hluti spilaður á netinu. Úrslit fóru svo fram í dag á UTmessunni og mættu liðin Einherjar og Team Hafficool til leiks.

20.01.2017 - 15:53

Íslandsmótið í Overwatch

LjósleiðarinnTölvutekHringdu og Hringiðan Internetþjónusta standa saman að Íslandsmótinu í Overwatch sem fram fer á netinu fram að úrslitaleiknum í Hörpu á UTmessan: Sýningardagur laugardaginn 4. feb. 2017 OPIÐ ÖLLUM,
laugardaginn 4 febrúar kl 1. (Athugið frítt inn þennan dag!)

Heildarverðmæti verðlauna á Íslandsmótinu í Overwatch verða allt að 1.400.000 krónur.

Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í ár að verðmæti um 900.000 krónur 
(6 x tengingar til áramóta 2017/2018)

Hægt verður að velja á milli Eitt gíg nettenginga yfir Ljósleiðarann frá bæði Hringiðan Internetþjónusta og Hringdu

Landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum 
og þar að auki 120.000 í gjafabréfum frá Tölvutek

Heildarverðmæti verðlauna hjá Landsliðinu 
verða = 1.230.000 krónur

Silfurliðið fær 90.000 í peningum og 
þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek

Heildarverðmæti verðlauna hjá silfurliðinu = 150.000 krónur

Þetta verður æsispennandi og við vonumst eftir að sjá sem flesta á UTmessan þegar úrslitin fara fram en við munum líka streyma beint frá viðburðinum á Twitch og Vísir.is

Game on

23.12.2016 - 09:51

Gleðilega hátíð

Nú fer myrkið að víkja og ljósið tekur við
Hátíð ljóssins á sér góðan stað
í hjarta Ljósleiðarans

Við óskum þér gleðilegra hátíða
og farsæls komandi árs

Starfsfólk Ljósleiðarans

29.11.2016 - 08:16

Gínu-áskorun Ljósleiðarans

Við erum svo nýjungagjörn hérna hjá Ljósleiðaranum að við tókumst á við mjög móðins áskorun
#MannequinChallenge

13.10.2016 - 14:07

Kynningarmyndband um Eitt gíg

Ljósleiðarinn býður nú upp á Eitt gíg þjónustu. Það eru 1000 megabitar á sekúndu af gæðasambandi heimila.

Af því tilefni létum við gera kynningarmyndband fyrir Eitt gíg sem fylgir hér með

29.09.2016 - 16:00

Netbeinar sem geta meira

Ljósleiðarinn kemst núna upp í 1000 megabita (takk Moore's Law). Það eru þó einhverjir flöskuhálsar sem geta komið í veg fyrir að þú fáir þann hraða alla leið í þitt tæki.

25.09.2016 - 14:22

Vilt þú koma fólki í gæðasamband?

Það er nóg að gera hjá Ljósleiðaranum. Við leitum því að rafiðnaðarfólki til starfa við að afhenda viðskiptavinum okkar Ljósleiðarann.

21.06.2016 - 16:07

Nýtt hverfi Ljósleiðarans

Ljósleiðarinn er að klára stóran áfanga í dag í Hafnarfirði. Við erum að klára að tengja síðustu húsin í Áslandi og höfum með því tengt rétt um 500 heimili á svæðinu við Ljósleiðarann.

12.05.2016 - 09:18

Kjartan Ari ráðinn forstöðumaður hjá GR

Kjartan Ari Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Ljósleiðaradeildar Gagnaveitu Reykjavíkur.  Kjartan, sem er 37 ára, hefur starfað hjá GR frá árinu 2005.

06.04.2016 - 15:50

Skilmálar uppfærðir

Skilmálar Ljósleiðarans til heimila hafa verið uppfærðir. Þeir taka gildi 1.júní fyrir núverandi viðskiptavini og nú þegar fyrir nýja viðskiptavini. Vinsamlegast kynnið ykkur breytingar hér.

06.03.2016 - 16:19

Nýr söluaðili Ljósleiðarans

Í dag hefur fjarskiptafélagið Nova sölu á þjónustu um Ljósleiðarann.
Nova mun bjóða upp á internet um Ljósleiðarann á 500 megabita hraða. 

Upplýsingar um vörur Nova er að finna á www.nova.is eða hjá þjónustuveri þeirra í síma 5191919.

02.02.2016 - 16:42

Ljósleiðarinn verður á UTmessunni í ár

Ljósleiðarinn verður öflugur á UTmessunni sem haldin verður í Hörpu um næstu helgi (5.–6.febrúar). Við verðum með fyrirlestur á föstudeginum fyrir þá sem taka þátt í ráðstefnunni.

31.01.2016 - 17:15

Ljósleiðarinn.is frumlegasti vefur ársins 2015

Nýr vefur Ljósleiðarans vann til verðlauna síðastliðin föstudag á uppskeruhátíð vefiðnaðarins. Samtök vefiðnaðarins veitti Ljósleiðaranum sérstök dómnefndarverðlaun fyrir frumlegasta vefinn árið 2015.

05.11.2015 - 16:36

Ljósleiðarinn byggður upp í Garðabæ

Gagna­veita Reykja­vík­ur og Garðabær hafa skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf við ljós­leiðara­væðingu heim­ila í Garðabæ. Nú þegar eru 1.800 heim­ili í bæn­um tengd Ljós­leiðar­an­um og með sam­komu­lag­inu mun þeim fjölga í 5.300 fyr­ir lok árs 2018.

21.10.2015 - 12:54

Nýr þjónustuvefur

Nýr þjónustuvefur fyrir fjarskiptafyrirtæki fór í loftið um leið og ný heimasíða Ljósleiðarans leit dagsins ljós. Vefurinn er unninn með veffyrirtækinu Kosmos & Kaos og auglýsingastofunni Hvíta húsinu.

06.10.2015 - 09:00

Ljósleiðari til heimila í Borgarnesi og á Hvanneyri

Stjórnendur Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) og Borgarbyggðar skrifuðu sl. föstudag undir viljayfirlýsingu um samstarf við ljósleiðaravæðingu heimila í þéttbýli Borgarbyggðar. GR ætlar að tengja öll heimili í þéttbýliskjörnunum í Borgarnesi og á Hvanneyri á árunum 2016 til 2018.

11.09.2015 - 16:00

Nýir vefir

Gagnaveita Reykjavíkur hefur sett í loftið tvo nýja vefi; annars vegar nýjan vef þar sem mögulegt er að nálgast allar upplýsingar um Ljósleiðarann á www.ljosleidarinn.is.

01.02.2015 - 09:00

Nýr framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar

Erling Freyr Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags Orkuveitunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Um okkur

Hlutverk Ljósleiðarans

Kynntu þér hlutverk Ljósleiðarans

Nýlegar framkvæmdir

24. október 2017

Garðabær 2019

Öll heimili í þéttbýli í Garðabæ eiga að vera orðin tengd við Ljósleiðarann í lok árs en einungis eru eftir göturnar Garðaflöt vegna framkvæmda sem þar standa yfir og síðan Smiðsbúð og Iðnbúð

24. október 2017

Árborg

Jarðvinna byrjaði í vor í Árborg og fyrsta afhending var núna í lok Ágúst
Við vonumst eftir að fleiri hundruð heimili tengist núna um miðjan og lok september síðan

Síðan er áætlað að um 500 heimili bætist við í nóvember og loks um 1000 í desember.

Stefnt er á að tengja um 60% heimila í Árborg á þessu ári við Ljósleiðarann

24. október 2017

Ásbrú Reykjanesbæ

Við stefnum á að tengja meirihlutann af heimilum í Ásbrú Reykjanesbæ við Ljósleiðarann á þessu ári
Þetta eru um 1300 heimili og stefnt er á að afhenda fyrstu 300 heimilin í september og síðan um 1000 í nóvember.