Fylltu út eyðublaðið hér að neðan

Ljósleiðarabox tekin niður óumbeðið

ljósleiðarabox

Gagnaveita Reykjavíkur hefur orðið vör við að ljósleiðarabox heimila hafi verið rifin niður af samkeppnisaðila okkar, oft án samþykkis eða vitneskju íbúa. Hér er að finna grein um aðgerðir samkeppnisaðila okkar.

Bitnar á neytendum

Þegar ljósleiðarabox er tekið niður, gerir það íbúum erfiðara að skipta á milli fjarskiptafélaga og það bitnar á neytendum. Hafi fólk eða nýir íbúar í íbúðinni hug á að skipta aftur til baka þarf að senda fagaðila á staðinn til að setja fyrra ljósleiðarabox upp að nýju.

Brot á reglum

Það er klárt brot á reglum Póst- og fjarskiptastofnunar að taka úr sambandi ljósleiðaraþráð sem tengdur er ljósleiðaraboxi annars aðila þegar til staðar er laus ljósleiðaraþráður. Ljósleiðaraboxin eru eign Gagnaveitu Reykjavíkur og það þarf að vera í samráði við okkur ef það þarf að taka þau niður eða færa. Hér sjáið þið dæmi um niðurtekið ljósleiðarabox og raskið sem á sér stað.

Dæmi um niðurtekið ljósleiðarabox

Okkur þætti vænt um að þú létir okkur vita ef það er búið að taka niður ljósleiðarbox heimilis.

Spurt & Svarað

Hvað er ljósleiðarabox ?

Ljósleiðarabox kemur á ljósleiðarasambandi á heimili. Við það tengjast netbeinir/router, myndlyklar og heimasími.

Af hverju veldur það óþægindum fyrir mig að taka ljósleiðarabox niður?

Einn af kostum ljósleiðaraboxa frá Gagnaveitu Reykjavíkur er sá að auðvelt er fyrir heimili að færa sig á milli þjónustuaðila og ekkert mál er að kaupa margvíslega þjónustu frá fleiri en einu fjarskiptafyrirtæki á sama tíma. 

En ef ljósleiðaraboxið er tekið niður og ljósleiðaraþráður fjarlægður fyrir annað samband, þarf að senda fagaðila á staðinn til að koma því aftur í gang. Það kostar í senn tíma, peninga og óþarfa umstang við enduruppsetningu á niðurrifnum ljósleiðaraboxum.

Er bannað að taka niður ljósleiðarabox?

Samkvæmt reglugerð frá Póst- og fjarskiptastofnun er óleyfilegt að taka úr sambandi ljósleiðaraþráð sem tengdur er ljósleiðaraboxi annars aðila þegar til staðar er laus ljósleiðaraþráður.

Hver á ljósleiðaraboxið / tengiboxið sem er heima hjá mér?

Boxin fyrir ljósleiðarasamband á heimilum eru í eigu innviðafyrirtækjana og eru lánuð íbúum á heimilinu.

Hvað skal gera ef það er bara einn ljósleiðaraþráður tengdur inn á mitt heimili?

Frá árinu 2015 hefur Gagnaveita Reykjavíkur lagt tvo ljósleiðaraþræði í hverja íbúð, þar sem annar getur verið til notkunar fyrir samkeppnisaðila.
Ef aukaljósleiðaraþráður er ekki til staðar, geta neytendur beðið um að nýr þráður sé lagður fyrir nýtt ljósleiðarabox samkeppnisaðilans.
Með því að hafa tvo ljósleiðaraþræði inn í þína íbúð auðveldar það þér eða framtíðaríbúum að skipta um fjarskiptaþjónustu án þess að kalla þurfi til fagaðila inn á heimilið með tilheyrandi tímasóun og raski.


Vinsamlegast skráðu inn upplýsingar í formið hér fyrir neðan ef að þitt ljósbox hefur verið tekið niður.

Upplýsingar sem berast okkur verða einungis nýttar við afgreiðslu á málum tengd ljósleiðaraboxum sem hafa verið tekin niður óumbeðið. 


Persónuverndarstefna Ljósleiðarans