Ljósleiðarinn, fyrir þá sem gera kröfur

Vörur

Ljósleiðarinn til fyrirtækja

Ljósleiðarinn til fyrirtækja er fyrir þá sem gera kröfur. Upplýsingar hvað varðar verð og þjónustuleiðir yfir Ljósleiðarann er að nálgast hjá söluaðilum okkar.

Ljósleiðarinn styrkir innviði atvinnuvegs Íslands

Ljósleiðarinn til fyrirtækja

Samband til framtíðar

Ljósleiðari til fyrirtækja veitir smáum sem stórum fyrirtækjum samband við sitt viðskiptaumhverfi.

Ljósleiðarinn er nær tímalaust samband. Þræðir Ljósleiðarans koma til með að styðja auðveldlega við hraðaþörf næstu ára.

Ljósleiðarinn býður upp á samhraða samband, með sama hraða í báðar áttir, sem er nauðsynlegt fyrir þau félög sem vinna með stór gögn á netinu.

Snarpur svartími þýðir að ekki þarf að bíða heldur gerast hlutirnir hraðar. Hver sekúnda getur skipt þitt félag máli.

Gríðarleg bandbreidd Ljósleiðarans þolir mikla notkun frá fjölda vinnustöðva á sama tíma og tryggir hverri stöð góðan svartíma.

Ljósleiðari er nær nauðsyn fyrir atvinnurekstur í dag og tengir saman fyrirtæki á hraðvirkan máta.