Hvernig færð þú aðstoð eða svör?

Aðstoð

Hvert á ég að leita?

Ljósleiðarinn er gæðasamband fyrir heimili og fyrirtæki. Gagnaveita Reykjavíkur annast rekstur og uppbyggingu Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn er opið net og stendur öllum fjarskiptafélögin til boða að veita þjónustu sína um Ljósleiðarann.

Gagnaveita Reykjavíkur aðstoðar þig vegna eftirfarandi:

  • Uppsetningar og tilfærslu á ljósleiðaraboxinu.
  • Allt hvað varðar greiðslu aðgangsgjalds Ljósleiðarans

Fjarskiptafélag þitt sér um allt annað:

  • Aðstoð vegna reikninga fyrir annað en aðgangsgjald Ljósleiðarans
  • Almennar fyrirspurnir og upplýsingar
  • Bilanagreining
  • Flutning á milli heimila

Hér fyrir neðan eru upplýsingar um þau fjarskiptafélög sem veita þjónustu um Ljósleiðarann.

Vodafone veitir þjónustu í síma 1414 á milli 9-21 virka daga og um helgar 12-19. Það er hægt að heimsækja Vodafone á Suðurlandsbraut 8, Kringlunni, Smáralind og Akureyri. Vodafone er einnig með netspjall, smelltu hér til að skella þér þangað.

Hringdu veitir tækniþjónustu í síma 5377000 á milli 09-22 virka daga, um helgar er opið frá kl 10-18. Það er hægt að heimsækja Hringdu í Ármúla 27 á milli 9-18 alla virka daga og 10-18 á laugardögum. Hringdu er einnig með netspjall, smelltu hér til að skella þér þangað.

Hringiðan veitir þjónustu í síma 5252400 á milli 9-18 virka daga og laugardaga 13-17. Það er hægt að heimsækja Hringiðuna áSkúlagötu 19 á sömu tímum.

Nova veitir aðstoð í síma 5191919 á milli 9-18 virka daga. Netspjallið er opið alla virka daga frá 9-17 og 11-16 um helgar. Það er hægt að heimsækja Nova í Lágmúla 9 á milli 9-18 alla virka daga. Nova er einnig í Kringlunni, Smáralind, Selfossi og Akureyri.