Par saman að njóta

Hlutverk Ljósleiðarans

Allt eins, en samt öðruvísi

Ljósleiðarinn er kannski ekki mikil sjáanleg breyting, en hefur svo sannarlega áhrif á okkar daglega líf. Ljósleiðarinn er öflug fjarskiptatenging fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. Með hann í fararbroddi ætlar Gagnaveita Reykjavíkur að bjóða nettengingar sem eru bæði hraðar og áreiðanlegar. Snúrur og kaplar líta mjög svipað út en upplifunin er ólík. Með Ljósleiðaranum batnar samkeppnishæfni fyrirtækja, hagkvæmni og nútíma lífsgæði. Ljósleiðarinn eykur þannig stuðning við snjallvæðingu.

Lífsgæði

Gagnaveita Reykjavíkur skapar notendum sínum verðmæti með því að auðvelda fjarskiptafyrirtækjum að bjóða sína þjónustu. Ljósleiðarinn tryggir virka samkeppni á markaðnum með opnu aðgangsneti. Lykilhugtökin á bak við gæði Ljósleiðarans eru snjallvæðing, þekking og lífsgæði. Ljósleiðarinn nær alla leið inn í hús og er hraðinn sem fjarskiptafyrirtækin bjóða núna 1000 Mb/s. Búnaður Gagnaveitu Reykjavíkur ræður aftur á móti við yfir 10 Gb/s. Með Ljósleiðaranum er sami hraði í báðar áttir. Hámarkshraði tengingarinnar er algjörlega óháður vegalengd frá tengistöð.

Fjölgun snjalltækja

Á hverju íslensku heimili er fjöldi nettengdra snjalltækja og fer fjölgandi. Miklar breytingar í notkun fjarskiptatækninnar fela í sér kröfu frá heimilunum um það að sambönd séu hröð og stöðug. Um leið og sjónvarpið fór að fara í gegnum netið jukust kröfurnar því enginn vill sjá uppáhaldsbíómyndina flökta og titra. Nú má gróflega áætla að á heimilum sé að minnsta kosti einn snjallsími á hvern fjölskyldumeðlim,  nokkur sjónvörp, tölvur og  spjaldtölvur. Öll vilja þessi tæki hraðara Internet – þá kemur Ljósleiðarinn sterkur inn. Það þýðir nægilega mikla bandvídd fyrir öll tæki heimilis, líka ísskápinn.

Fjölskyldulíf

Á íslensku nútímaheimilið þar sem báðir foreldrar vinna úti og börnin eru önnum kafin í leik og starfi eru mörg tæki í vinnu alla daga. Tæki sem vilja hraðara Internet. Annað foreldrið er að vinna og skipuleggja fótboltamótin því hann/hún er formaður knattspyrnudeildar. Hitt foreldrið er að vinna og skipuleggja fríið með fjölskyldunni á meðan börnin gera allt í einu: horfa á myndir og þætti, sinna vinum og félögum á samskiptamiðlunum auk þess að vera að læra. Auk þess eru öryggiskerfið, eftirlitsmyndavélarnar og hitastýringarnar tengdar við Internetið. 

Snjallsamfélag

Það eru ekki bara heimilin heldur eru heilu samfélögin að breytast og snjallvæðast. Bráðlega búum við öll í snjöllu samfélagi þar sem  tækin eru farin að tala saman og framtíðarmyndir sem okkur þótti eitt sinn spaugilegar eru nú að verða raunverulegar. Snjöllu samfélögin eru líka hagkvæm þar sem snjallvæðingunni fylgir að unnið er að því að koma í veg fyrir sóun. 

Þjónustumarkmið Ljósleiðarans

Gagnaveita Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki sem vinnur á fjarskiptamarkaði og hefur það að markmiði að mæta þörfum viðskiptavina og starfsfólks með framúrskarandi þjónustu og af virðingu.  Þjónustustefnan miðar að því að allir starfsmenn séu í takt við grunngildin sem eru heiðarleiki, framsýni og hagsýni.

 1. Erindi
  • Við svörum viðskiptavinum eins fljótt og kostur er og tryggjum samskipti innan 24 tíma á virkum dögum
 2. Kvartanir / Ábendingar
  • Við leysum mál af fagmennsku og sveigjanleika og upplýsum sem fyrst um stöðu og framgang þeirra

 1. Loforð
  • Við erum heiðarleg og stöndum við gefin loforð. Við látum viðskiptavini og samstarfsfólk strax vita ef þjónustufrávik eru fyrirsjáanleg.
 2. Öryggi
  • Við setjum öryggi viðskiptavina og starfsmanna í forgang. Við erum ábyrg á vettvangi, afmörkum vinnusvæði okkar og erum sýnileg á verkstað.  Allir starfsmenn okkar eru merktir með auðkenniskortum og þeir starfsmenn sem starfa á vettvangi eru í merktum öryggisfatnaði og á merktum bílum.
 3. Viðmót
  • Við hlustum, veitum ráðgjöf og tökum vel á móti viðskiptavinum og samstarfsfólki. Við erum jákvæð, lausnamiðuð og útskýrum á mannamáli. 

Ljósleiðarinn til heimila

Get ég tengst?

   * Verður að fylla út

   Veldu þjónustuaðila

   Hringiðan
   Vodafone
   Hringdu
   Nova