
Ljósleiðarinn
Get ég tengst ?
Hefur þitt heimili aðgang að Ljósleiðaranum, gæðasambandi heimila?
- Allt um reikninga
- Breytingar á þjónustu
- Lagnir, framkvæmdir og verktakar
- Ljósleiðarinn tengdur
- Um tæknina
- Þjónusta um Ljósleiðarann
Verðskrá vegna Ljósleiðarans. Öll verð eru með vsk.
- Mánaðarlegt aðgangsgjald Ljósleiðarans: 3.377 kr
- Gjald fyrir heimsendan greiðsluseðil: 239 kr.
- Tilkynningar- og greiðslugjald: 114 kr.
- Innheimtugjald: 950 kr. fellur á ógreiddan reikning 5 dögum eftir gjalddaga.
Sértæk gjöld
- Niðurtekt ljósleiðarabox: 15.580 kr.
- Færsla á ljósleiðaraboxi: 27.962 kr.
- Sértæk uppsetning á Ljósleiðaranum / Enduruppsetning: 27.962 kr.
- Tímagjald 10.168 m/vsk
- Tenging á aukaíbúð 50.840 m/vsk
Viðgerðargjöld
- Viðgerð vegna skemmdar á „pig-tail“ eða þjónustulögn: 15.888 kr.
- Viðgerð vegna skemmdar á innanhússljósleiðara: 24.149 kr.
- Viðgerð vegna skemmdar á ljósleiðaraboxi af völdum viðskiptavinar: 53.382 kr.
- Gjald vegna útkalls: 30.750 kr.
Ógreidda reikninga er hægt að greiða hjá banka eða sparisjóði. Ef reikningar vegna kröfunnar eru glataðir þarft þú að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 516 7777 til að fá upplýsingar um heildarfjárhæð kröfunnar á greiðsludegi og kennitölu Gagnaveitunnar. Staðfesting á greiðslu sendist á innheimta@gagnaveita.is
Vakin er athygli á því að Gagnaveita Reykjavíkur býður viðskiptavinum sínum að greiða reikninga með boðgreiðslum, beingreiðslum og netgreiðslum í heimabanka sem getur sparað þér óþarfa kostnað og fyrirhöfn.
fimm dögum eftir gjalddaga fellur innheimtukostnaður 950 kr. á reikninginn. Innheimtuviðvörun er send nokkrum dögum áður svo viðskiptavinir fái færi á því að bregðast við.
Ef 2 reikningar eru gjaldfallnir eða elsti reikningur í skuld er eldri en 2 mánuðir er send lokunartilkynning.
Þegar þriðji reikningur gjaldfellur er lokað fyrir tenginguna vegna vanskila.
Til þess að breyta um greiðslumáta getur þú hringt í síma 516 7777 eða sent okkur línu á ljosleidarinn@ljosleidarinn.is og við höfum samband við þig.
Ef þú hefur samband í gegnum tölvupóst er gott að hafa í huga að setja upplýsingar um símanúmer sem við getum náð á þig í.
Reikningar eru sendir rafrænt í heimabankann, enginn gluggapóstur og lægri gjöld. Í stað 239 króna greiðir þú 114 kr. á mánuði (tilkynningar- og greiðslugjald).
Seðilgjald er innheimt af hverjum sendum greiðsluseðli. Hægt er að spara sér seðilgjaldið með því að greiða með beingreiðslum banka, boðgreiðslum fyrirtækja eða netgreiðslum í heimabanka. Greiða þarf í stað þess tilkynningar- og greiðslugjald vegna rafrænnar birtingar sem kostar 114 kr. hvern mánuð.
Heimili greiða fast gjald 3.377 kr. á mánuði fyrir aðgang að Ljósleiðaranum. Ofan á það leggst svo mismunandi þjónustu-, tilkynningar- eða greiðslugjald eftir greiðslumáta.
Reikningar eru skuldfærðir mánaðarlega af bankareikningi. Venjulega sér viðskiptabanki þinn um þetta.
Mánaðarleg skuldfærsla á kreditkort.
Hjá mörgum fjarskiptafyrirtækjum sem selja þjónustu um Ljósleiðarann færðu aðeins reikning frá þínu fjarskiptafélagi eða fjarskiptafélögum. Í einhverjum tilfellum færðu einn reikning frá Gagnaveitu Reykjavíkur vegna aðgangsgjald Ljósleiðarans og annan reikning eða reikninga frá þínu fjarskiptafélagi eða fjarskiptafélögum.
Það er hægt að rétthafabreyta Ljósleiðaranum ef um aðila innan sama heimilishalds eða fjölskyldu er að ræða.
Það þarf bara að senda okkur póst á ljosleidarinn@ljosleidarinn.is með eftirfarandi upplýsingum:
- Kennitölu núverandi rétthafa
- Heimilisfang núverandi rétthafa
- Kennitölu verðandi rétthafa
Þetta rétthafabreytir einungis Ljósleiðaranum. Ef þú vilt réttahafabreyta þjónustum um Ljósleiðarann, eins og nettengingu, heimasíma eða sjónvarpsþjónustum þá þarftu að hafa samband við fjarskiptafélag þitt.
Hvaða fjarskiptafélög bjóða upp á 1000 Megabita hraða?
Þeir aðilar sem bjóða upp á 1000 Megabit til sinna viðskiptavina eru: Hringdu, Vodafone, Hringiðan og Nova
Hverjum stendur þjónustan til boða?
Fjarskiptafyrirtæki geta boðið heimilum á öllum þjónustusvæðum Gagnaveitu Reykjavíkur upp á 1000 Mb/s hraða (að undanskildum heimilum með CAT5 eða multimode lagnir frá inntaki).
Við bendum viðskiptavinum um að setja sig í samband við fjarskiptafyrirtækið sitt varðandi nánari upplýsingar og pantanir á þjónustunni.
Hvað þarft þú til að geta nýtt þér þjónustuna?
Bandvídd Ljósleiðarans miðast við endabúnað í netkerfi GR, þ.e. netaðgangstækið á heimilinu annars vegar og netbúnað í tengistöðinni hins vegar. Viðskiptavinir sem hafa netaðgangstæki af fjórðu kynslóð (sem er framleitt af Genexis) uppsett á heimili sínu eru þegar tilbúnir fyrir 1000 Mb/s hraða á Internetþjónustu. Hjá öðrum viðskiptavinum þarf að skipta um eða uppfæra netaðgangstækið á heimili viðskiptavina og greiða viðskiptavinir gjald fyrir þá breytingu sem er 18.600 kr. m/vsk nema að þeir séu að panta Eitt gíg þjónustu hjá sínu fjarskiptafyrirtæki.
(Boðið er upp á greiðsludreifingu í allt að 4 mánuði).
Þegar flytja á Ljósleiðaratengingu á milli staða t.d. við búferlaflutning nægir að tilkynna fjarskiptafélaginu þínu um flutninginn. Þeir sjá svo um að senda flutningsbeiðni inn til Gagnaveitunnar fyrir þína hönd.
Ekki þarf að senda inn uppsögn þegar flutt er á milli tveggja staða og þú vilt halda áfram viðskiptum á nýja staðnum.
Uppsögn á aðgangi um Ljósleiðarann þarf að berast til Gagnaveitu Reykjavíkur og skal hún vera skrifleg, s.s. með tölvupósti á ljosleidarinn@ljosleidarinn.is Uppsögn til GR jafngildir ekki uppsögn á þjónustu um Ljósleiðarann. Segja þarf upp þjónustu um Ljósleiðarann hjá viðkomandi viðkomandi fjarskiptafyrirtæki Segi viðskiptavinur notkun Ljósleiðarans upp þarf uppsögn að hafa borist eigi síðar en 15. dag mánaðar til þess að hún taki gildi um næstu mánaðarmót. Berist hún á 16. degi mánaðar eða síðar þá tekur hún gildi um þar næstu mánaðarmót. Sé viðskiptavinur með nýuppsettan Ljósleiðara og er á 6 mánaða binditíma er hann skuldbundinn að greiða aðgangsgjöld þann tíma. Uppsögnin gildir frá og með lok 6. mánaðar eftir að notkun Ljósleiðarans hófst.
Nei, þess þarf ekki. Ljósleiðaraboxið tilheyrir hverri fasteign og það er skilið eftir ásamt straumbreyti þess. Ef ófaglærður aðili reynir að færa ljósleiðaraboxið, þá er möguleiki á því að ljósleiðari rofni þar sem hann fer inn í ljósleiðaraboxið. Við það þarf að endurtengja ljósleiðaraboxið. Þú tekur hinsvegar annan endabúnað með þér eins og netbeini (e. router) og myndlykla. Það er nokkuð sniðugt að halda straumbreytum þeirra tækja nokkuð nálægt þeim við flutninga (líma þá við tækin).
Já, þú getur notað þinn eigin netbeini á Ljósleiðaranum. Allir netbeinar með WAN tengi virka mjög auðveldlega fyrir Ljósleiðarann. Stilla þarf netbeininn á DHCP routing. Passa þarf að setja inn MAC tölu netbeinis áður en netbeinir er tengdur í fyrsta sinn. Hægt er að fá aðstoð við þá frá fjarskiptafélagi þínu.
Framkvæmdir vegna tengingar Ljósleiðarans eru unnar í sex skrefum:
- Fyrst er settur upp inntakskassi á vegg innanhúss. Ljósleiðararör er tengt við inntakskassann og borað fyrir tengingu þess við utanhússlögn. Við þessa framkvæmd þarf sérfræðingur okkar að komast inn í húsið til að festa inntakskassann upp á vegg og tengja rörið.
- Næst er rörið tengt við stofnlögnina. Stofnlögnin er grafin í jörð og liggur sérstök lögn frá stofnlögn að hverju húsi. Við þessa framkvæmd verða vélar og tæki við störf í götunni. Hugsanlega verður rask á eða við lóð þína í þessum verkhluta en ekki innanhúss.
- Að loknum frágangi ljósleiðararöra er gengið frá skurðum og yfirborð lagfært.
- Næst er Ljósleiðarastreng blásið í gegnum rörið. Starfsmaður gengur frá Ljósleiðaranum í inntakskassanum og þarf því að komast inn í húsið.
- Að lokum þarf að ljúka frágangi í tengistöð. Þegar því er lokið færðu senda tilkynningu um að heimilið sé að fullu tengt Ljósleiðaranum.
- Nú er heimilið tengt Ljósleiðaranum og þú getur keypt þjónustu hjá þjónustuaðila. Að því loknu kemur verktaki sem setur upp endabúnað á heimilinu sem gerir þér kleift að tengjast sjónvarpi, síma og neti.
Gott er að gera ráð fyrir fjarskiptalögnum innanhúss strax á hönnunarstigi nýbygginga til þess að hægt sé að nýta sér þjónustu um Ljósleiðarann strax og flutt er inn í húsnæðið. Á heimilum er æskilegt að gera ráð fyrir netkapalslögnum (CAT5 eða CAT6) og öllum þeim tækjum sem þurfa á slíkum lögnum að halda. Þessar lagnir þurfa að vera tengdar í miðlægt tæknirými/skáp svo að íbúar hafi val um hvar þeir hafa sjónvörp og tölvur. Gott að gera ráð fyrir lagnaleið frá inntaksstað að þessum miðlæga stað svo að auðveldara sé að leggja ljósleiðaralögn innanhúss.
Þegar þú málar þá er betra að hreyfa ekki við ljósleiðaraboxinu, þar sem það getur skemmt ljósleiðaraþráðinn sem liggur inn í tækið í einhverjum tilvikum. Við mælum því með taka straumbreytinn frá og setja málningarlímband eða sambærilegt svo það sé ekki málað á boxið.
Ef þú ert að fara í jarðframkvæmdir á þinni lóð þá er hægt að nálgast upplýsingar um lagnir Gagnaveitu Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur á þessari slóð: https://www.veitur.is/lagnateikningar. Einnig er hægt að nálgast teikningar á Bæjarhálsi 1 í afgreiðslunni.
Við setjum upp Ljósleiðaraboxið, tengjum einn netbeini, einn myndlykil og heimasíma. Fleiri lagnir eða lagnavinna þarf að greiða fyrir sérstaklega ef þess þarf.
Þegar þú pantar Ljósleiðarann hjá fjarskiptafélagi þínu, þá setjum við upp ljósleiðarabox inn á heimili þitt. Ljósleiðaraboxið er síðan tengt við annan endabúnað, eins og netbeina (e. router) og myndlykla. Fjarskiptafélag þitt hjálpar þér með uppsetningu á endabúnaði.
Uppsetning Ljósleiðarans er nýjum heimilum að kostnaðarlausu sé heimili þitt ljósleiðaravætt. Þú getur flett upp heimili þínu hér.
Sérfræðingar okkar koma til þín og setja upp Ljósleiðarabox innan heimilis, og tengja það öðrum búnaði eins og netbeini, myndlyklum og heimasímum.
Uppsetning fyrirtækja er mismunandi eftir aðstæðum og sækja þarf tilboð frá fjarskiptafélagi þínu til að meta kostnað.
Samhraða samband getur veitt sama hraða í báðar áttir, ólíkt mörgum öðrum samböndum. Þannig að þegar netsamband er 1000 megabita hratt, þá er það bæði frá og til netbeinis á sama tíma. ADSL tæknin er til dæmis með mun minna upphal en niðurhal. Venjuleg ADSL tenging er með 20 megabita hraða niður og 2 megabita hraða upp. Upphalshraði kemur sér vel til að miðla stórum skrám og nýta sér skýjaþjónustur.
Ljósleiðarabox, áður nefnd aðgangstæki, sjá um að dreifa sambandi ljósleiðarans áfram til netbeina, myndlykla og heimasíma.
Það eru fjórar kynslóðir af ljósleiðaraboxum. Fyrstu þrjú voru framleidd af fyrirtækinu Telsey og framleiðir Genexis núverandi ljósleiðarabox.
Fyrsta kynslóð: Telsey 1
Önnur kynslóð: Telsey 2
Þriðja kynslóð: Telsey 3
Fjórða kynslóð: Genexis (1)
Ljósleiðarabox breytir ljósleiðara í rafmagn þannig að hægt sé að nýta sér sambandið í rafmagnstækjum og tölvum.
Við ljósleiðaraboxið tengist ljósleiðaraþráður og er merkinu breytt með merkjabreytu.
Við ljósleiðarabox eru svo tengdar netsnúrur til að tengja netbeina og tölvur og símasnúra fyrir heimasíma.
Ljósleiðarinn hefur nýtt sér fjórar gerðir af ljósleiðaraboxum um árin. Hægt er að kynna sér þau betur hér.
Sjónvarp í háskerpu eru útsendingar sendar út í hærri upplausn en áður þekktist, eða meiri skerpu. Til þess að ná gæðum háskerpusjónvarps þarf bæði útsendingin að vera með háskerpu og sjónvarpstækið að styðja háskerpu.
Ljósleiðarar eru gerðir úr grönnum þráðum úr gleri eða plasti sem eru búnir þeim eiginleikum að geta leitt ljós frá einum stað til annars. Tilkoma ljósleiðara hefur valdið byltingu í samskiptatækni þar sem hann býður upp á meiri flutningsgetu og bandbreidd en nokkur önnur tenging. Hann er líka alltaf að þróast og núverandi þræðir fengið nýjan endabúnað á sitthvorn endan og fengið margfalt þann hraða sem þeir buðu upphaflega upp á.
Internet er einn helsti kostur Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn býður upp á sama hraða í báðar áttir, ólíkt flestum öðrum samböndum. Hann er líka með mikla bandbreidd og getur núverandi kerfi boðið upp á 1000 megabita hraða til heimila og jafnvel meira en það þegar markaðurinn kallar eftir því. Netið er líka snarpt, með lágan svartíma. Allt þetta getur gert upplifun á netinu þægilega og hnökralausa. Smelltu hér til að fá lista yfir söluaðila.
Það er í boði að fá heimasíma yfir ljósleiðara. Á ljósleiðaraboxinu eru tvö tengi fyrir heimasíma(RJ11) en einungis er eitt tengið virkt hverju sinni. Það er lítið mál að færa núverandi heimasímalögn í tengi og fá með því samband fyrir alla heimasíma sem tengjast hefðbundnum símatenglum á heimilinu. Þeir sem panta nýtt ljósleiðarabox fá aðstoð við slíkt í frírri heimsendingu Ljósleiðarans. Smelltu hér til að fá lista yfir söluaðila.
Ljósleiðarinn býður upp á að gagnvirkt sjónvarp í háskerpu og myndbandaleigu. Panta þarf sjónvarpsþjónustu frá fjarskiptafélagi þínu. Smelltu hér til að fá lista yfir söluaðila.

Get ég tengst?
Söluaðilar

Vodafone selur internet, sjónvarpsþjónustu og heimasíma um Ljósleiðarann. Þeir bjóða líka upp á farsíma og farnet. Kynnið ykkur málið inn á vodafone.is eða í síma 1414.
- https://vodafone.is
- sala@vodafone.is
- Suðurlandsbraut 8, 108. Reykjavík

Hringdu selur internet og heimasíma um Ljósleiðarann. Þeir bjóða líka upp á farsíma og farnet. Kynnið ykkur málið inn á www.hringdu.is eða í síma 5377000.
- http://www.hringdu.is
- hringdu@hringdu.is
- Ármúli 23, 108 Reykjavík

Hringiðan selur internet og heimasíma um Ljósleiðarann. Þeir bjóða líka upp á farsíma og farnet. Kynnið ykkur málið inn á www.hringidan.is eða í síma 5252400.
- http://www.hringidan.is
- hringidan@hringidan.is
- Skúlagata 19, 101 Reykjavík

Nova selur einungis internet um Ljósleiðarann. Ljósleiðari hjá Nova er fyrir þá sem vilja háhraða nettengingu inn á nútímaheimilið, sleppa heimasíma og sjónvarpsboxi og horfa á sjónvarpið yfir netið. Nova býður þannig allan pakkann: síma, net og sjónvarp en með nýrri nálgun. Þú notar farsímann heima hjá þér og horfir á sjónvarpið yfir netið, í tölvunni, spjaldtölvunni eða snjallsjónvarpinu.
- http://www.nova.is
- ljos@nova.is
- Lágmúli 9, 108 Reykjavík

Vodafone selur internet, sjónvarpsþjónustu og heimasíma um Ljósleiðarann. Þeir bjóða líka upp á farsíma og farnet. Kynnið ykkur málið inn á vodafone.is eða í síma 1414.
- https://vodafone.is
- sala@vodafone.is
- Suðurlandsbraut 8, 108. Reykjavík

Hringdu selur internet og heimasíma um Ljósleiðarann. Þeir bjóða líka upp á farsíma og farnet. Kynnið ykkur málið inn á www.hringdu.is eða í síma 5377000.
- http://www.hringdu.is
- hringdu@hringdu.is
- Ármúli 23, 108 Reykjavík

Hringiðan selur internet og heimasíma um Ljósleiðarann. Þeir bjóða líka upp á farsíma og farnet. Kynnið ykkur málið inn á www.hringidan.is eða í síma 5252400.
- http://www.hringidan.is
- hringidan@hringidan.is
- Skúlagata 19, 101 Reykjavík

Nova selur einungis internet um Ljósleiðarann. Ljósleiðari hjá Nova er fyrir þá sem vilja háhraða nettengingu inn á nútímaheimilið, sleppa heimasíma og sjónvarpsboxi og horfa á sjónvarpið yfir netið. Nova býður þannig allan pakkann: síma, net og sjónvarp en með nýrri nálgun. Þú notar farsímann heima hjá þér og horfir á sjónvarpið yfir netið, í tölvunni, spjaldtölvunni eða snjallsjónvarpinu.
- http://www.nova.is
- ljos@nova.is
- Lágmúli 9, 108 Reykjavík