Ljósleiðarinn er gæðasamband heimila

Ljósleiðarinn til heimila

Eitt gíg til heimila

  Gerðu kröfur um gott samband

  1000 megabitar

  Helstu kostir Ljósleiðarans

  Ljósleiðarinn er hágæðasamband fyrir heimili sem uppfyllir kröfur nútímaheimilis. Sambandið býður upp á Internet, sjónvarp og gamla góða heimasímann í full gæðum, núna og til framtíðar. 1000 megabita hraði nýtist heimilum með mörg tæki og bandvíddarmiklar netþjónustur.

  Eitt gíg eru 1000 megabitar af samhraða sambandi sem býður góða upplifun við alla almenna netnotkun heimilis. Það gera því 1000 megabita upp og aðra 1000 megabita niður
  Sambandið hentar nútímaheimilum með margar tölvur og snjalltæki sem nýta sér skýjaþjónustur og myndbandsstreymi

  Upplifðu betri gæði og á mörgum tækjum á sama tíma. Með 1000 megabitum er auðvelt að streyma nokkrum Ultra HD sjónvarpsstraumum á sama tíma.
  Sjónvarp og sími hafa ekki áhrif á hámarkshraða.

  Það er enn hægt að nota gamla góða heimasímann um Ljósleiðarann til að hringja og auðvitað hægt að tengja öryggiskerfi við Ljósleiðarann

  Það er frí heimsending á Ljósleiðaranum. Sérfræðingar okkar setja upp nýtt Ljósleiðarabox og tengja tækin þín við þau án viðbótarkostnaðar fyrir þig. Við leggjum lögn að netbeini (router), sjónvarpi og síma. Óskir þú eftir fleiri lögnum geta verktakar á okkar vegum lagt slíkar lagnir gegn auka gjaldi.