
23.04.2020 - 14:40
Ísland leiðandi í ljósleiðara í Evrópu
Ísland er í fyrsta sæti í nýtingu á ljósleiðara fyrir heimili í Evrópu samkvæmt úttekt Fibre to the Home Council Europe. Samkvæmt úttektinni nýta 65,9% íslenskra heimila sér ljósleiðara. Í öðru sæti er Hvíta Rússland með 62,8% nýtingu og svo Spánn með 54,3% nýtingu.